Hinn „nýi Neymar“ búinn að semja við City

Pep Guardiola hefur krækt í bráðefnilegan Brasilíumann.
Pep Guardiola hefur krækt í bráðefnilegan Brasilíumann. AFP

Manchester City hefur fest kaup á brasilíska táningnum Kayky sem kemur frá Fluminense en hann er talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður Brasilíu.

Hefur hann verið kallaður „hinn nýi Neymar“ í brasilískum fjölmiðlum en pilturinn hefur spilað níu af tíu leikjum yfirstandandi keppnistímabils í Brasilíu og skorað í þeim tvö mörk. Hann kemur til Manchester City þegar tímabilinu lýkur í heimalandi hans, væntanlega þá um næstu áramót.

mbl.is