Mörkin: Davis fór langt með að fella WBA

Keinan Davis, leikmaður Aston Villa, fór langleiðina með að fella WBA þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það stefndi allt í sigur WBA þegar Davis jafnaði metin í 2:2 fyrir Aston Villa með marki í uppbótartíma.

Anwar El-Ghazi kom Aston Villa yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu en Matheus Pereira jafnaði metin fyrir WBA um miðjan fyrri hálfleikinn með marki úr vítaspyrnu.

Tyrone Mings, varnarmaður Aston Villa, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks.

Leikur Aston Villa og WBA var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is