Leicester lenti undir en vann

Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy fagna sigrinum í kvöld.
Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy fagna sigrinum í kvöld. AFP

Leicester City styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Crystal Palace var 1:0 yfir að loknum fyrri hálfleik með marki frá Wilfried Zaha á 12. mínútu. 

Leicester tókst að snúa taflinu við í síðari hálfleik og náði í öll þrjú stigin með mörkum frá Timothy Castagne og Kelechi Iheanacho á 50. og 80. mínútu. Leicester sigraði því 2:1. 

Leicester er í 3. sæti með 62 stig í 3. sæti deildarinnar og hefur nú fjögurra stiga forskot á Chelsea, sjö stiga forskot á West Ham og átta stiga forskot á Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert