Framherji til sölu

Tammy Abraham hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chelsea eftir …
Tammy Abraham hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chelsea eftir að Thomas Tuchel tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. AFP

Tammy Abraham, framherji enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er til sölu í sumar. Það er breski miðillinn Telegraph sem greinir frá þessu.

Abraham, sem er 23 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea síðan Thomas Tuchel tók við þjálfun liðsins af Frank Lampard í lok janúar á þessu ári.

Abraham er uppalinn hjá Chelsea og lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið árið 2016 en hann hefur skorað sex mörk í tólf byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Alls hefur hann skorað 30 mörk í 81 leik fyrir Chelsea í öllum keppnum en hann er verðmetinn á 40 milljónir punda.

mbl.is