Kane loksins á förum frá Tottenham?

Harry Kane er verðmetinn á 100 milljónir punda.
Harry Kane er verðmetinn á 100 milljónir punda. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Harry Kane gæti yfirgefið Tottenham í sumar en framherjinn verður 28 ára gamall í sumar.

Kane, sem hefur leikið með Tottenham allan sinn feril, hefur verið einn besti framherji heims undanfarin ár en hann hefur skorað 220 mörk fyrir Tottenham í 331 leik í öllum keppnum.

Framherjinn hefur hins vegar aldrei unnið bikar með Tottenham og það virðist vera farið að trufla hann.

Kane var valinn knattspyrnumaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á London-verðlaunaafhendingunni í gær þar sem hann ræddi framtíð sína.

„Það verður gaman að horfa yfir ferilinn einn daginn og horfa á verðlaunum sem maður hefur hlotið en sem leikmaður vill maður vinna bikara með félagsliði sínu,“ sagði Kane.

„Ég vil vera vinna stærstu bikarana sem í boði eru en við erum ekki nálægt þeim stað eins og staðan er núna. 

Verðlaunin í kvöld eru súrsæt fyrir mig persónulega því ég vel liðsverðlaun alltaf fram yfir einstaklingsverðlaun,“ bætti Kane við en enskir fjölmiðlar segja að Manchester City eða Real Madrid sé líklegasti áfangastaður framherjans ef hann ákveður að yfirgefa Tottenham.

mbl.is