Mörkin: Markmannstilburðir hjá Iheanacho

James Ward-Prowse kom tíu mönnum Southampton yfir gegn Leicester þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Southampton í kvöld.

Mark Ward-Prowse kom úr vítaspyrnu eftir að Kelechi Iheanacho varði skot Stuart Armstrong innan teigs.

Jonny Evans jafnaði metin fyrir Leicester með laglegum skalla um miðjan síðari hálfleikinn en leikmenn Southampton léku einum manni færri mest allan leikinn eftir að Jannick Vestergaard fékk að líta rauða spjaldið strax á 10. mínútu.

Leikur Southampton og Leicester var sýndur beint á Síminn Sport. 

mbl.is