Mörkin: Havertz hrokkinn í gang

Þýski sóknarmaðurinn Kai Havertz skoraði bæði mörk Chelsea þegar liðið lagði nágranna sína í Fulham með tveimur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mörk Havertz komu hvort í sínum hálfleiknum og voru keimlík; hann tók frábært hlaup, fékk flottar stungusendingar og kláraði svo úr teignum í fjærhornið.

Mörkin tvö úr leiknum, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is