Allt annar í fölsku níunni en er ekki lausnin

Kai Havertz hefur leikið mjög vel fyrir Chelsea að undanförnu eftir að hann var færður framar á völlinn, í stöðu hinnar svokölluðu fölsku níu.

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi sagðist Bjarni Þór Viðarsson þó telja að sú lausn væri aðeins tímabundin:

„Miðað við taktíkina og hvernig Thomas Tuchel vill spila þá held ég að hann muni alltaf vilja vera með ákveðna falska níu. En til þess að fara að skora fleiri mörk og koma sér upp betri skotnýtingu þá þarf hann, finnst mér, níu. Einhverja góða, dýra níu.

Ég held að Kai Havertz sé einhver ákveðin lausn akkúrat núna en þó að hann sé að gera vel á móti Fulham og öðrum liðum þá sé ég hann einhvern veginn ekki vera nýjan Didier Drogba hjá Chelsea.“

Umræðurnar um Havertz í Vellinum í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert