Tilfinningaþrungin stikla úr myndinni um Ferguson (myndskeið)

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Í dag var birt stikla úr heimildarmyndinni Sir Alex Ferguson: Never Give In, sem kemur út um allan heim í lok mánaðarins. Í myndinni er farið yfir mikilvægustu augnablikin í lífi goðsagnarinnar, sem gjarnan er talinn einn besti knattspyrnustjóri sögunnar.

Í heimildarmyndinni verður saga Fergusons allt frá rótum hans þegar hann var að alast upp í verkamannastétt í Glasgow, til ferils hans sem eins sigursælasta þjálfara allra tíma hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester United og yfir til alvarlegs heilablóðfalls sem ógnaði lífi hans árið 2018, rakin.

Myndin mun veita sérstaklega góða innsýn í líf Ferguson. Sonur hans Jason leikstýrir enda myndinni og er rætt við hann ásamt hinum sonum hans og eiginkonu hans, auk þess sem fyrrverandi lærisveinar Fergusons í Manchester United fara yfir það hvernig manneskja hann er og hvernig það var að hafa hann sem stjóra.

Sjáðu stikluna tilfinningaþrungnu hér:

Myndin verður frumsýnd á Bretlandseyjum 27. maí næstkomandi og fólki um allan heim verður gert kleift að kaupa eða leigja myndina á Amazon Prime-streymisveitunni frá og með 31. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert