Chelsea skemmdi partíið í Manchester

Marcos Alonso tryggir Chelsea sigurinn í Manchester.
Marcos Alonso tryggir Chelsea sigurinn í Manchester. AFP

Marcos Alonso reyndist hetja Chelsea þegar liðið heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Etihad-völlinn í Manchester í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Chelsea en Alonso skoraði sigurmark leiksins á þriðju mínútu uppgefins uppbótartíma.

Raheem Sterling kom City yfir undir lok fyrri hálfleiks og City-menn hefðu getað tvöfaldað forystu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar liðið fékk vítaspyrnu.

Sergio Agüero steig á punktinn en hann reyndi að vippa yfir Edouard Mendy sem greip spyrnuna og staðan því 1:0 í hálfleik.

Hakim Ziyech jafnaði metin fyrir Chelsea á 63. mínútu með föstu skoti af vítateigslínunni það var svo títtnefndur Alonso sem tryggði Chelsea dýrmætan sigur.

Chelsea fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 64 stig og er svo gott sem öruggt með sæti í Meistaradeild Evrópu þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

Manchester City, sem hefði tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri, er áfram í efsta sæti deildarinnar með 80 stig og hefur þrettán stiga forskot á Manchester United sem á tvo leiki til góða á City.

Man. City 1:2 Chelsea opna loka
90. mín. Gabriel Jesus (Man. City) fær gult spjald Brýtur á Pulisic.
mbl.is