Crystal Palace í þrettánda sætið

Christian Benteke fagnar marki sínu í Sheffield í dag.
Christian Benteke fagnar marki sínu í Sheffield í dag. AFP

Það tók Christian Benteke tvær mínútur að koma Crystal Palace yfir gegn Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Bramall Lane í Sheffield í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Crystal Palace en Benteke átti skot á 2. mínútu sem fór af varnarmönnum Sheffield og þaðan í netið.

Eberechi Eze bætti við öðru marki Cyrstal Palace, tveimur mínútum fyrir leikslok, og lokatölur því 2:0 í Sheffield.

Crystal Palace fer með sigrinum upp fyrir Newcastle og í þrettánda sæti deildarinnar en Sheffield United er með 17 stig og löngu fallið úr deildinni.

mbl.is