Liverpool eygir von um Meistaradeildarsæti

Thiago fagnar fyrsta marki sínu fyrir Liverpool.
Thiago fagnar fyrsta marki sínu fyrir Liverpool. AFP

Englandsmeistarar Liverpool eru komnir í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0-sigur gegn Southampton á Anfield í Liverpool í dag.

Sadio Mané kom Liverpool yfir á 31. mínútu og Liverpool leiddi með einu marki í hálfleik.

Thiago bætti við öðru marki Liverpool á 90. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið og lokatölur því 2:0 í Liverpool.

Liverpool er með 57 stig í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum minna en Leicester, sem er í fjórða sæti deildarinnar, en Liverpool á leik til góða á Leicester.

Southampton er með 37 stig í sextánda sæti deildarinnar, tíu stigum frá fallsæti, og getur ennþá fallið um deild þótt það sé orðið afar ólíklegt þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Liverpool 2:0 Southampton opna loka
90. mín. Sadio Mané (Liverpool) fer af velli
mbl.is