Mörkin: Alonso eyðilaggði partíið

Marcos Alonso tryggði Chelsea 2:1-sigur gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Manchester í dag.

City hefði með sigri getað tryggt sér Englandsmeistaraititlinn en Raheem Sterling kom City yfir á 44. mínútu. 

Sergio Agüero brenndi af vítaspyrnu fyrir City undir lok fyrri hálfleiks og Hakim Ziyech jafnaði metin fyrir Chelsea á 63. mínútu.

Það var svo Alonso sem skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma.

Leikur Manchester City og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is