Arsenal felldi WBA

Emile Smith Rowe fagnar marki sínu í London í dag.
Emile Smith Rowe fagnar marki sínu í London í dag. AFP

WBA er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir tap gegn Arsenal á Emirates-vellinum í London í dag.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Arsenal en Emile Smit-Rowe og Nicolas Pépé skoruðu sitt hvort markið fyrir Arsenal í fyrri hálfleik.

Matheus Pereira minnkaði muninn fyrir WBA á 67. mínútu áður en Willian innsiglaði sigur Arsenal með marki í uppbótartíma.

Arsenal fer með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar í 52 stig en WBA er fallið í nítjánda og næst neðsta sæti deildarinnar með 26 stig.

mbl.is