Berjumst fyrir litlu kraftaverki

Thiago Alcantara fagnar fyrsta marki sínu fyrir Liverpool í gærkvöldi.
Thiago Alcantara fagnar fyrsta marki sínu fyrir Liverpool í gærkvöldi. AFP

Thiago Alcantara, miðjumaður Liverpool, segir að liðið muni berjast allt til enda í baráttunni um að ná einu af efstu fjórum sætunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með það fyrir augum að ná Meistaradeildarsæti.

„Við munum halda áfram að berjast fyrir litlu kraftaverki. Það er smá möguleiki. Við horfum raunhæft á stöðuna. Það mikilvægasta eru stigin þrjú,“ sagði Thiago í samtali við BBC eftir að hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í 2:0 sigri gegn Southampton í deildinni í gær.

„Við stjórnuðum leiknum og sköpuðum okkur mikið. Ef maður getur hjálpað með marki er það afar vel þegið,“ bætti hann við.

Liverpool er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá Leicester City í 4. sætinu, og á Liverpool einn leik til góða.

Næst spilar Liverpool frestaðan leik gegn erkifjendum sínum í Manchester United næstkomandi fimmtudagskvöld.

mbl.is