Chelsea enskur meistari - naumt tap hjá Dagnýju

Lið Chelsea hefur átt góðu gengi að fagna í vetur …
Lið Chelsea hefur átt góðu gengi að fagna í vetur og vor. Liðið er enskur meistari og leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu síðar í þessum mánuði. AFP

Chelsea varð í dag enskur meistari í kvennaflokki í knattspyrnu með því að vinna stórsigur á Reading, 5:0, í lokaumferð deildarinnar.

Chelsea var með tveggja stiga forskot á Manchester City og þurfti að misstíga sig á heimavelli sínum, Kingsmeadow, þar sem liðið hefur aðsetur. Það var aldrei inni í myndinni. Melanie Leupolz skoraði strax á annarri mínútu og Fran Kirby bætti við marki fyrir hlé.

Kirby skoraði aftur á 57. mínútu, Sam Kerr skoraði fjórða markið á 71. mínútu og Erin Cuthbert innsiglaði sigurinn með fimmta markinu á 75. mínútu.

Þetta er í fjórða sinn á sex árum sem Chelsea verður meistari en félagið vann einnig árin 2015, 2018 og 2020. Chelsea er á leið í úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti en þær mætir liðið Barcelona.

Á meðan vann Manchester City nauman útisigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og samherjum í West Ham, 1:0, þar sem Ellen White skoraði sigurmarkið á 75. mínútu. Dagný lék allan leikinn á miðjunni hjá West Ham sem endar í níunda sæti af tólf liðum.

Chelsea fékk 57 stig, Manchester City 55, Arsenal 48 og Manchester United 47 stig en þessi fjögur lið voru í nokkrum sérflokki á tímabilinu.

West Ham, Birmingham og Aston Villa fengu 15 stig hvert í níunda til ellefta sæti en aðeins neðsta liðið fellur. Það kemur í hlut Bristol City sem fék 12 stig á botninum. Leicester tekur sæti Bristol City í deildinni á næsta tímabili.

mbl.is