Frá Liverpool til PSG?

Mohamed Salah hefur skorað 123 mörk fyrir Liverpool frá árinu …
Mohamed Salah hefur skorað 123 mörk fyrir Liverpool frá árinu 2017. AFP

Mohamed Salah, sóknarmaður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, er á óskalista franska stórliðsins PSG. Það er Mirror sem greinir frá þessu en Salah er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2023.

Kylian Mbappé, sóknarmaður PSG, hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu í sumar en hann verður samningslaus sumarið 2022.

Franski landsliðsmaðurinn hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning í París en hann hefur með annars verið orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool að undanförnu.

Forráðmenn PSG eru sagðir sjá Salah sem fullkominn arftaka Mbappé hjá félaginu en Salah hefur skorað 123 mörk í 199 leikjum fyrir Liverpool frá því hann gekk til liðs við félagið sumarið 2017 frá Roma.

Liverpool hefur sett 120 milljón punda verðmiða á Salah en Mbappé er metinn á 150 milljónir og franska félagið ætti því að geta borgað uppsett verð fyrir egypska sóknarmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert