Gylfi um Cavani: Gæi sem elskar að skora

„Það er spurning hvort leikmaður eins og Cavani sættir sig við að vera í aukahlutverki,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport í gær.

Edinson Cavani hefur verið frábær fyrir United á tímabilinu og skorað fimmtán mörk fyrir félagið í öllum keppnum en hann hefur komið við sögu í 35 leikjum á tímabilinu en aðeins sautján sinnum verið í byrjunarliðinu.

„Það hafa alltaf verið góðir leikmenn í hálfgerðu aukahlutverki hjá United í gegnum tíðina,“ bætti Gylfi Einarsson við.

„Mér finnst viðhorfið hans svo geggjað líka. Hann leggur sig allan fram alltaf og elskar að skora mörk,“ bætti Gylfi við.

mbl.is