Manchester City meistari á föstudag?

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP

Manchester City vantar enn þrjú stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn í knattspyrnu.

Grannarnir í Manchester United söxuðu enn frekar á forskot City í gær með því að sigra Aston Villa á útivelli, 3:1, þar sem Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Edinson Cavani skoruðu í seinni hálfleik eftir að Bertrand Traoré hafði komið Villa yfir snemma leiks.

City tapaði fyrir Chelsea á heimavelli, 1:2, á laugardaginn þar sem Marcos Alonso skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

City fær tækifæri til að tryggja sér titilinn á föstudagskvöldið þegar liðið heimsækir Newcastle en það á ennfremur eftir að mæta Brighton og Everton. Eða á fimmtudag þegar Manchester United gæti tapað stigum gegn Liverpool.

City er með 80 stig og United 70 stig en hægt er að sjá stigatöfluna hér á íþróttavef mbl.is. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »