Leicester færist nær Meistaradeildinni

Youri Tielemans í baráttunni við Nemanja Matic á Old Trafford.
Youri Tielemans í baráttunni við Nemanja Matic á Old Trafford. AFP

Caglar Söyüncü reyndist hetja Leicester þegar liðið heimsótti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Leicester en Söyüncü skoraði sigurmark Leicester í síðari hálfleik.

Luke Thomas kom Leicester yfir strax á 10. mínútu með viðstöðulausu vinstri fótar skoti eftir frábæra fyrirgjöf Youri Tielemans.

Mason Greenwood jafnaði metin fyrir United fimm mínútum síðar með laglegu einstaklingsframtaki þegar hann labbaði fram hjá varnarmönnum Leicester og renndi boltanum í fjærhornið með hægri fæti.

Söyüncü skoraði svo sigurmark leiksins á 66. mínútu með hrökuskalla eftir hornspyrnu frá hægri og lokatölur því 2:1-fyrir Leicester.

Leicester fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er með 66 stig, tveimur stigum meira en Chelsea sem á leik til góða á Leicester.

Manchester United er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 70 stig en liðið gæti misst bæði Leicester og Chelsea fram úr sér í lokaumferðunum.

West Ham er með 58 stig í fimmta sæti deildarinnar og Liverpool í sjötta sætinu með 57 stig. West Ham getur mest fengið 9 stig til viðbótar á meðan Liverpool getur mest fengið 12 stig og því ljóst að róðurinn fyrir bæði lið verður þungur í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Man. Utd 1:2 Leicester opna loka
90. mín. Marcus Rashford (Man. Utd) á skalla sem fer framhjá Rashford nær skalla í átt að marki en hann nær aldrei að stýra boltanum almennilega á markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert