Liverpool á enn möguleika eftir tap Chelsea

Emile Smith Rowe fagnar sigurmarkinu ásamt samherjum sínum í kvöld.
Emile Smith Rowe fagnar sigurmarkinu ásamt samherjum sínum í kvöld. AFP

Arsenal vann Chelsea 1:0 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Chelsea náði því ekki að komast upp fyrir Leicester City. 

Leicester er með 66 stig í 3. sæti en Chelsea 64 stig í 4. sæti. West Ham er með 58 stig í 5. sæti og á leik til góða. Liverpool á tvo leiki til góða og er með 57 stig. Takist Englandsmeisturunum fráfarandi vel upp á lokakaflanum þá er sá möguleiki enn til staðar að komast upp fyrir Chelsea.  

Emile Smith-Rowe skoraði eina markið á Stamford Bridge í kvöld á 16. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emerick Aubameyang. 

Arsenal er með 55 stig í 8. sæti eftir 36 leiki. 

mbl.is