Möguleikar Everton minnka

Matty Cash og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu í leiknum …
Matty Cash og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu í leiknum á Villa Park í dag. AFP

Aston Villa og Everton gerðu markalaust jafntefli á Villa Park í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Tyrone Mings fékk besta færi Aston Villa í leiknum en skalli hans  á 17. mínútu leiksins fór framhjá. Í seinni hálfleik fékk svo André Gomes, leikmaður Everton, tvö góð skotfæri en ekki náði hann að koma boltanum inn. Gomes kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu.

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom inn á í seinni hálfleik en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu tvo mánuði.

Eftir leikinn er Everton í áttunda sæti deildarinnar með 56 stig en Aston Villa er áfram í ellefta sætinu með 49 stig. Bæði lið eiga eftir að spila þrjá leiki og Everton er aðeins tveimur stigum frá fimmta sætinu þrátt fyrir jafnteflið.

Aston Villa 0:0 Everton opna loka
90. mín. Tyrone Mings hefur greinilega meiðst við þessa björgun. Hann liggur eftir og það er verið að huga að honum. Emiliano Martinez liggur líka eftir en er fljótur að standa upp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert