Agüero á leið til Spánar?

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Sergio Agüero gæti á verið á leið til Spánar í sumar þegar samningur hans við Manchester City rennur út og er sagður vera í viðræðum við Barcelona. 

Hjá Barcelona þurfa menn að huga að rekstrinum og félagið getur ekki eytt eins og miklu og oft áður enda fjárhagsvandræðin töluverð um þessar mundir. Þar á bæ gæti mönnum þótt fýsilegt að ná í góðan leikmann á frjálsri sölu. 

BBC segir að Agüero eigi í formlegum viðræðum við Barcelona. Takist Barcelona að ná í Agüero er það talið auka líkurnar á því að félagið geti haldið Lionel Messi en hann og Agüero hafa spilað ófáa landsleikina saman fyrir Argentínu og eru sagðir ágætir vinir. 

mbl.is