Yfirgefur Arsenal eftir leiktíðina

David Luiz hefur leikið sinn síðasta leik með Arsenal.
David Luiz hefur leikið sinn síðasta leik með Arsenal. AFP

Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz mun yfirgefa herbúðir enska knattspyrnufélagsins Arsenal eftir leiktíðina. 

Luiz verður samningslaus eftir tímabilið og mun félagið ekki bjóða honum nýjan samning. Luiz, sem er 34 ára, er að klára sitt annað tímabil með Arsenal eftir að hann kom til félagsins frá Chelsea. 

Luiz hefur á farsælum ferli orðið enskur meistari einu sinni, bikarmeistari þrisvar, Evrópumeistari einu sinni og í tvígang unnið Evrópudeildina. Hann hefur leikið 57 landsleiki fyrir Brasilíu. Luiz er að glíma við meiðsli og mun ekki leika meira með Arsenal á tímabilinu. 

mbl.is