Fyrstur í sögu Liverpool

Alisson, markvörður Liverpool, fagnar sigurmarki sínu í dag.
Alisson, markvörður Liverpool, fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP

Alisson skráði sig í sögubækur enska knattspyrnufélagsins Liverpool þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á fimmtu mínútu uppbótartíma í 2:1 sigri gegn West Bromwich Albion í dag.

Hann er nefnilega fyrsti markvörðurinn í 129 ára sögu Liverpool sem skorar fyrir félagið í keppnisleik.

Markið, sem kom með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Trent Alexander-Arnold, gæti reynst Liverpool afar mikilvægt í baráttu liðsins um að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Vinni liðið leikina tvo sem það á eftir í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu tryggir það sér sæti í keppninni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert