Markvörðurinn skoraði sigurmark Liverpool

Alisson fagnar með liðsfélögum sínum.
Alisson fagnar með liðsfélögum sínum. AFP

Liverpool vann West Brom 2-1 á The Hawthorns í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom ansi seint í leiknum en markið var skorað á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Markið kom úr óvæntri átt en það var markvörður Liverpool, Alisson, sem skoraði sigurmarkið með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold.

Þrátt fyrir það að vera fallnir úr ensku úrvalsdeildinni voru það leikmenn West Brom sem byrjuðu betur á The Hawthorns í dag. Strax á 15. mínútu leiksins fékk Hal Robson-Kanu góða sendingu inn fyrir vörn Liverpool frá Matheus Pereira og kláraði hann færið vel. Kanu setti boltann örugglega framhjá Alisson í marki Liverpool. Þetta var í fyrsta sinn síðan í desember 2017 að Kanu var í byrjunarliði West Brom í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir markið tóku leikmenn Liverpool öll völd á vellinum en West Brom varðist mjög vel og því náði Liverpool ekki að skapa sér almennileg færi. En á 33. mínútu leiksins misstu varnarmenn West Brom einbeitinguna í augnablik og það nýtti Mo Salah sér vel og jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teiginn. Litlu munaði að Liverpool kæmist yfir strax í næstu sókn en skot Roberto Firmino fór í stöngina.

Í seinni hálfleik voru leikmenn Liverpool miklu meira með boltann en náðu ekki að setja boltann í netið fyrr í blálokin þegar markvörður liðsins, Alisson, skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold á lokamínútu leiksins. Vörn West Brom var frábær í leiknum og sömuleiðis var Sam Johnstone mjög góður í marki West Brom en þrátt fyrir það hafði Liverpool sigur í þessum leik. Reyndar skoraði West Brom í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Þessi úrslit þýða að Liverpool á ennþá möguleika á því að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liverpool er núna í fimmta sæti deildarinnar með 63 stig en Chelsea er í fjórða sætinu með 64 stig og svo er Leicester í þriðja sætinu með 66 stig.Ef Liverpool vinnur þessa tvo leiki sem liðið á eftir eru þeir komnir langleiðina í Meistaradeildina þar sem Chelsea og Leicester eiga eftir að leika innbyrðis í deildinni.

Það er mikil barátta milli Harry Kane og Mo Salah um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni. Harry Kane skoraði eitt mark í 2-0 sigri Tottenham á Wolves fyrr í dag en það var 22. markið hans í deildinni á þessu tímabili. Mo Salah var búinn að skora 21 mark fyrir leikinn gegn West Brom en með marki sínu í fyrri hálfleik náði Salah að jafna Kane í markaskorun á þessu timabili.

Það var ljóst fyrir þennan leik að West Brom var fallið en að liðið er áfram í 19. sæti deildarinnar eftir þessi úrslit. West Brom leikur næst gegn West Ham á heimavelli á miðvikudagskvöldið og Liverpool heimsækir Burnley á sama tíma.

WBA 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. Georginio Wijnaldum (Liverpool) á skot framhjá Liverpool fær frábært færi. Georginio Wijnaldum í mjög góðu færi en skot hans yfir. Var þetta síðasti möguleiki Liverpool að skora?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert