Leikmaður Manchester United til sölu

Jesse Lingard hefur slegið í gegn með West Ham á …
Jesse Lingard hefur slegið í gegn með West Ham á tímabilinu. AFP

Jesse Lingard, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er til sölu í sumar. Það eru miðlar á borð við Manchester Evening News og The Express sem greina frá þessu.

Lingard, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá félaginu en hann gekk til liðs við West Ham fyrir tímabilið á láni frá United þar sem hann hefur slegið í gegn.

Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur þrjú í fjórtán byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Lingard er samningsbundinn Manchester United til sumarsins 2022 en frammistaða hans á tímabilinu hefur vakið athygli fjölda liða.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er sagður vilja selja leikmanninn í sumar á meðan hann er eftirsóttur og nota svo fjármagnið fyrir söluna til þess að styrkja leikmannahóp sinn enn frekar.

mbl.is