Mörkin: Slakur varnarleikur varð Leicester að falli

Antonio Rüdiger og Jorginho voru á skotskónum fyrir Chelsea þegar liðið fékk Leicester í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Chelsea en Rüdiger kom Chelsea yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en Jorginho tvöfaldaði forystu Chelsea með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu.

Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir Leicester á 76. mínútu en lengra komust Leicester-menn ekki og Chelsea fagnaði sigri.

Leikur Chelsea og Leicester var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is