Áhorfendur á Goodison Park og Gylfi með

Áhorfendur eru byrjaðir að koma sér fyrir á Goodison Park …
Áhorfendur eru byrjaðir að koma sér fyrir á Goodison Park en leikurinn hefst kl. 17. AFP

Everton leikur frammi fyrir áhorfendum í fyrsta skipti á þessu ári nú síðdegis en liðið leikur síðasta heimaleik sinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vor gegn Wolves klukkan 17 á Goodison Park.

Áhorfendur hafa ekki fengið að mæta á leikina síðan í mars 2020 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandseyjum, að undanskildum nokkrum leikjum um miðjan vetur. Everton gat þá verið með áhorfendur á tveimur leikjum. Í dag mega 6.500 manns mæta á Goodison Park ef þeir framvísa nýrri og neikvæðri niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni.

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem á enn veika von um að ná Evrópusæti en ósigurinn gegn botnliði Sheffield United á dögunum dró verulega úr möguleikum liðsins í þeirri baráttu.

mbl.is