Swansea á Wembley eftir jafntefli

Leikmenn Swansea fagna í kvöld.
Leikmenn Swansea fagna í kvöld. Ljósmynd/Swansea City

Swansea leikur til úrslita við Brentford um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1:1-jafntefli við Barnsley á heimavelli í dag. Swansea vann fyrri leikinn á útivelli 1:0 og einvígið því 2:1. 

Matt Grimes kom Swansea yfir á 39. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Cauley Woodrow jafnaði á 71. mínútu en það dugði ekki til og Swansea fagnaði sigri. 

Swansea féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2018 og er því á sínu þriðja tímabili í B-deildinni. 

mbl.is