Mörkin: Sigurmarkið í mögulegum kveðjuleik

Spánverjinn Juan Mata skoraði sigurmark Manchester United af vítapunktinum í 2:1-sigri á Wolves á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Mata hefur mögulega spilað sinn síðasta leik fyrir United, en hann hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá United á tímabilinu. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is