Enska úrvalsdeildin fer í fríið (myndskeið)

Ensku úrvalsdeildinni lauk með heilli umferð í gær.

Manchester City stóð uppi sem verðskuldaður sigurvegari; Manchester United, Liverpool og Chelsea náðu Meistaradeildarsætum og Leicester City, West Ham United og Tottenham Hotspur tryggðu sér Evrópusætin sem voru eftir.

Þá féllu Fulham, West Bromwich Albion og Sheffield United niður í ensku B-deildina.

Síminn Sport hefur tekið saman kveðjusyrpu fyrir tímabilið 2020/2021 undir ljúfum tónum Þorgeirs Ástvaldssonar, sem má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is