Vill ljúka ferlinum hjá Liverpool

Andrew Robertson hefur verið einn besti bakvörður heims undanfarin ár.
Andrew Robertson hefur verið einn besti bakvörður heims undanfarin ár. AFP

Andy Robertson, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, vill ljúka ferlinum hjá enska félaginu. Þetta tilkynnti hann í samtali við Liverpool Echo.

Bakvörðurinn, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Hull árið 2017 og er lykilmaður á Anfield í dag.

Hann lék alla 38 leiki Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur sjö.

„Markmiðið mitt er að ljúka ferlinum hjá Liverpool,“ sagði Robertson í samtali við Liverpool Echo.

„Að sama skapi geri ég mér grein fyrir því hversu erfitt það er að spila í hæsta gæðaflokki þegar maður er kominn vel yfir þrítugt.

Ég er með langtímasamning við félagið og ég vil vera hérna að eilífu,“ bætti leikmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert