Á förum frá Tottenham

Serge Aurier í leik með Tottenham gegn Manchester United.
Serge Aurier í leik með Tottenham gegn Manchester United. AFP

Bakvörðurinn Serge Aurier segir að komið sé að lokum dvalar sinnar hjá enska knattspyrnuliðinu Tottenham.

Aurier, sem er 28 ára gamall landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, segir í viðtali við L'Equipe í Frakklandi að hann sé á förum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við bæði París SG og AC Milan að undanförnu.

Aurier hefur leikið með Tottenham í fjögur ár, kom þangað frá París SG, og á að baki 77 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni.

mbl.is