Fer ekki á EM

Trent Alexander-Arnold fer ekki með á EM samkvæmt nýjustu fréttum.
Trent Alexander-Arnold fer ekki með á EM samkvæmt nýjustu fréttum. AFP

Trent Alexander-Arnold, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, verður ekki í lokahóp liðsins sem er á leið í lokakeppni Evrópumótsins. Það er ESPN sem greinir frá þessu.

ESPN greinir frá því að Kieran Trippier, leikmaður Atlético Madrid á Spáni, verður í hópnum ásamt þeim Kyle Walker og Reece James.

Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil en hann átti ekki sitt besta tímabil í ár.

Hann var ekki í landsliðshóp Englands sem mætti San Marínó, Albaníu og Póllandi í undankeppni HM í landsleikjaglugganum í mars.

Alexander-Arnold, sem er 22 ára gamall, lék mjög vel fyrir Liverpool í lokaleikjum tímabilsins en virðist ekki hafa gert nóg til að heilla Gareth Southgate, þjálfara enska liðsins, undanfarna daga.

mbl.is