Conte að snúa aftur til Englands?

Antonio Conte gæti snúið aftur til Englands á næstu dögum.
Antonio Conte gæti snúið aftur til Englands á næstu dögum. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham hafa sett sig í samband við ítalska stjórann Antonio Conte. Það er Sport Italia sem greinir frá þessu.

Conte lét af störfum sem þjálfari Inter Mílanó fyrir helgi eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ítölsku A-deildinni á nýliðnu keppnistímabili.

Ítalski stjórinn hefur meðal annars verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid en nú bendir allt til þess að hann sé að taka við Tottenham.

Tottenham hefur verið í stjóraleit síðan José Mourinho var rekinn frá félaginu í apríl á þessu ári en Ryan Mason var ráðinn tímabundinn stjóri liðsins út keppnistímabilið.

Conte þekkir vel til á Englandi eftir að hafa stýrt Chelsea frá árinu 2016 til 2018 en hann gerði liðið að Englandsmeisturum tímabilið 2016-17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert