Leikmaður United ekki með á EM

Mason Greenwood er að glíma við meiðsli.
Mason Greenwood er að glíma við meiðsli. AFP

Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir EM í sumar vegna meiðsla sem hann hefur verið að glíma við að undanförnu.

Greenwood, sem er 19 ára, hefur æft með enska liðinu síðustu daga en endanlegur 26 manna hópur sem fer fyrir hönd Englands á EM verður tilkynntur síðar í dag. 

The Athletic hefur greint frá því að Jesse Lingard verði ekki í lokahópnum og þá greindi ESPN frá því í gær að Trent Alexander-Arnold verði það ekki heldur.

England er með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi í riðli á mótinu.

mbl.is