Brasilíumaðurinn áfram hjá Chelsea

Thiago Silva í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Thiago Silva í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Thiago Silva hefur framlengt samning sinn við Chelsea og leikur hann með liðinu á næstu leiktíð.

Hinn 36 ára gamli miðvörður lék afar vel með Chelsea á leiktíðinni og skoraði tvö mörk í 34 leikjum. Hann kom til Chelsea frá PSG í Frakklandi.

Silva var í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Manchester City en fór af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Það kom ekki að sök því Chelsea vann 1:0 og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.

mbl.is