Gæti fylgt Ancelotti til Real Madrid

Carlo Ancelotti og Richarlison náðu vel saman hjá Everton.
Carlo Ancelotti og Richarlison náðu vel saman hjá Everton. AFP

Richarlison, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Everton gæti verið á leið til spænska stórliðsins Real Madrid. Það er Football Insider sem greinir frá þessu.

Brasilísku sóknarmaðurinn hefur leikið með Everton frá árinu 2018 en hann er einungis 24 ára gamall.

Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, var ráðinn stjóri Real Madrid í vikunni en hann er sagður áhugasamur um að fá Richarlison til Spánar.

Richarlison er samningsbundinn Everton til sumarsins 2024 en hann kostar í kringum 60 milljónir punda.

Hann skoraði sjö mörk í 34 leikjum með Everton í ensku úrvaldeildinni á nýliðnu keppnistímabili en alls á hann að baki 119 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 42 mörk.

mbl.is