Ætla að borga tvöfalt meira en Barcelona

Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum. AFP

Georg­inio Wijn­ald­um hefur hafnað samningstilboði spænska stórliðsins Barcelona og mun á næstu dögum skrifa undir hjá franska liðinu PSG.

Wijn­ald­um, sem er þrítug­ur að aldri, hef­ur leikið með Li­verpool frá ár­inu 2016 en samn­ing­ur hans í Bítla­borg­inni renn­ur út um næstu mánaðamót. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona undanfarið en nýlega bárust þær fréttir að PSG hefði blandað sér í baráttuna um leikmanninn.

Nú segir ESPN frá því að Hollendingurinn ætli að hafna Barcelona þar sem launatilboð Parísarliðsins er tvöfalt hærra. Wijn­ald­um verður því fyrsti leikmaðurinn sem PSG fær til sín í sumar og fyrsta viðbótin síðan Mauricio Pochettino tók við þjálfun liðsins.

Forráðamenn PSG og leikmaðurinn sjálfur vilja ganga frá samn­ingi áður en loka­keppni EM hefst 11. júní en Wijn­ald­um, sem verður fyr­irliði Hol­lands á EM, hef­ur leik 13. júní þegar Hol­land mæt­ir Úkraínu í Amster­dam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert