Frá Juventus til Tottenham

Fabio Paratici.
Fabio Paratici. AFP

Tottenham hefur gengið frá samningi við Fabio Paratici og verður hann yfirmaður íþróttamála hjá enska félaginu. Paratici hefur undanfarin ellefu ár sinnt sama hlutverki hjá Juventus.

Fyrsta verkefni Paratici hjá Tottenham er að aðstoða eigendur félagsins við að finna nýjan knattspyrnustjóra en José Mourinho var rekinn frá félaginu undir lok síðustu leiktíðar.

Ljóst er að fyrrverandi samstarfsmaður Paratici, Antonio Conte, verður ekki næsti stjóri Tottenham. Enska félagið ræddi við ítalska stjórann, en samningar náðust ekki.

mbl.is