Segir enska liðið betra núna

Harry Kane er spenntur fyrir EM.
Harry Kane er spenntur fyrir EM. AFP

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vera á betri stað núna en árið 2018 er það hafnaði í fjórða sæti á HM í Rússlandi.

Kane segir liðið geta náð langt á EM sem hefst síðar í mánuðinum. „Við erum á betri stað núna. Við vorum ekki vissir hvernig heimsmeistaramótið yrði hjá okkur en við gerðum mjög vel,“ sagði Kane í hlaðvarpi enska landsliðsins.

„Nú erum við reynslumeiri og með leikmenn sem eru að spila stórleiki með félagsliðunum og leikmenn sem kunna að spila á stórmóti. Við þurfum hinsvegar að leggja hart að okkur og það er langt síðan England vann stórmót,“ bætti Kane við.

England er í riðli með Króatíu, Tékklandi og Skotlandi. Enska liðið tapaði fyrir því króatíska í undanúrslitum HM í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert