Nuno að taka við Crystal Palace

Nuno Espírito Santo er að taka við Crystal Palace.
Nuno Espírito Santo er að taka við Crystal Palace. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn Nuno Espiríto Santo er að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Santo lét af störfum sem stjóri Wolves eftir nýliðið keppnistímabil en Crystal Palace hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Roy Hodgson lét af störfum hjá félaginu á dögunum.

Santo var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá Everton en nú bendir allt til þess að hann verði næsti stjóri Crystal Palace.

Forráðamenn Palace höfðu einnig átt í viðræðum við Frank Lampard um að taka við liðinu en Lampard hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í janúar á þessu ári.

Santo, sem er 47 ára gamall, hefur stýrt liðum á borð við Rio Ave, Valencia og Porto á knattspyrnustjóraferli sínum en hann lagði skóna á hilluna árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert