Chelsea og PSG berjast um bakvörð

Achraf Hakimi er eftirsóttur.
Achraf Hakimi er eftirsóttur. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur lagt fram tilboð í marokkóska bakvörðinn Achraf Hakimi. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Hakimi, sem er 22 ára gamall, er samningsbundinn Inter Mílanó á Ítalíu en tilboð Chelsea hljóðar upp á 56 milljónir punda.

Inter vill fá í kringum 68 milljónir punda fyrir leikmanninn en París SG hefur einnig lagt fram tilboð í leikmanninn að því er fram kemur í frétt Sky Sports.

Haikimi átti mjög gott tímabil með Ítalíumeisturum Inter á nýliðinni leiktíð en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu fyrir liðsfélaga sína í ítölsku A-deildinni.

Inter keypti Hakimi af Real Madrid síðasta sumar fyrir 40 milljónir punda en Thomas Tuchel vonast til þess að geta notað leikmanninn sem vængbakvörð á komandi leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert