West Ham fær leikmann frá Chelsea

Pierre Ekwah er kominn til West Ham.
Pierre Ekwah er kominn til West Ham. Ljósmynd/West Ham

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur gert þriggja ára samning við hinn 19 ára gamla Pierre Ekwah. Ekwah kemur til félagsins frá Chelsea.

Ekwah hefur leikið með varaliði Chelsea að undanförnu en samningur hans við Evrópumeistarana rann út á dögunum og þarf West Ham því ekki að greiða fyrir leikmanninn.

Leikmaðurinn mun fyrst um sinn spila með varaliði West Ham en hann þarf að keppa við leikmenn á borð við Declan Rice og Tomas Soucek í aðalliðinu.

mbl.is