Góðar fréttir fyrir enska landsliðið

Harry Maguire æfði með enska liðinu í dag.
Harry Maguire æfði með enska liðinu í dag. AFP

Varnarmaðurinn Harry Maguire er byrjaður að æfa með liðsfélögum sínum í enska landsliðinu í fótbolta, en liðið æfir nú af krafti fyrir Evrópumótið sem hefst annað kvöld. Fyrsti leikur Englands er gegn Króatíu á sunnudag.

Maguire hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur en hann virðist hafa náð að jafna sig í tæka tíð fyrir mótið. Miðvörðurinn lék síðast 9. maí gegn Aston Villa, en hann varð fyrir ökklameiðslum í leiknum.

Sky Sports greinir frá því að Maguire hafi litið vel út á æfingunni og ekki kennt sér meins í ökklanum. Ásamt Króatíu og Englandi eru Skotland og Tékkland í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert