Skrifar undir tveggja ára samning

Paulo Fonseca er að taka við Tottenham.
Paulo Fonseca er að taka við Tottenham. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn Paulo Fonseca er að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Fonseca mun skrifa undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið en Tottenham hefur verið án stjóra síðan Ryan Mason lét af störfum eftir tímabilið.

Margir knattspyrnustjórar hafa verið sterklega orðaðir við Tottenham undanfarnar vikur en þar ber hæst að nefna þá Antonio Conte og Mauricio Pochettino.

Fonseca, sem er 48 ára gamall, stýrði Roma í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð en hann hefur einnig stýrt liðum á borð við Porto, Braga og Shakhtar Donetsk á þjálfaraferli sínum.

mbl.is