Vilja halda manninum sem tók sæti Rúnars

Mat Ryan er eftirsóttur.
Mat Ryan er eftirsóttur. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal vill halda í markvörðinn Mat Ryan sem var að láni hjá félaginu síðari hluta síðustu leiktíðar. Ryan kom til Arsenal að láni frá Brighton í janúar og tók sæti Rúnars Alex Rúnarssonar sem varamarkmaður liðsins.

Arsenal er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Ryan en samningur hans við Brighton rennur út næsta sumar og er hann ekki inn í myndinni hjá Graham Potter stjóra liðsins.

Sky Sports greinir frá því að félög á Spáni og í Frakklandi hafi sýnt Ryan mikinn áhuga en hann er landsliðsmarkvörður Ástralíu.

mbl.is