Hörð barátta um miðjumann Atlético Madrid

Saúl Níguez í baráttunni við Lionel Messi.
Saúl Níguez í baráttunni við Lionel Messi. AFP

Saúl Níguez, miðjumaður knattspyrnuliðs Atlético Madrid á Spáni, er eftirsóttur af öllum stærstu liðum Evrópu. Það er Mundo Deportivo sem greinir frá þessu.

Saúl hefur verið sterklega orðaður við brottför frá Spánarmeisturum Atlético undanfarnar vikur en hann er samningsbundinn félaginu til sumarsins 2026.

Chelsea, Manchester United og Juventus eru á meðal félaga sem hafa sett sig í samband við spænska félagið vegna leikmannsins.

Verðmiðinn á leikmanninum er í kringum 60 milljónir punda en Saúl, sem er 26 ára gamall, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark í 33 leikjum í spænsku 1. deildinni á nýliðinni leiktíð.

mbl.is