Bæta við 16.000 sætum

Frá leik Leeds og Tottenham á Elland Road.
Frá leik Leeds og Tottenham á Elland Road. AFP

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur gert samkomulag við yfirvöld í borginni um að stækka heimavöllinn sinn Elland Road. Völlurinn tekur sem stendur 39.000 áhorfendur en eftir framkvæmdir komast 55.000 manns fyrir á vellinum sögufræga.

Félagið hættir í staðinn við að byggja nýtt æfingasvæði við hlið vallarins, en það stóð til að byggja 25 milljóna punda æfingasvæði við völlinn.

Leeds lék í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 16 ár á síðustu leiktíð og velgengni innan vallar hefur komið félaginu í góða stöðu fjárhagslega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert